Samkeppnishæfni ferðaþjónustu og stöðugt rekstrarumhverfi sé lykiláhersla í atvinnustefnu stjórnvalda

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtarplan til 2035. Í umsögninni eru dregnar fram nokkrar lykilforsendur fyrir því að ferðaþjónusta geti áfram verið ein helsta útflutningsstoð þjóðarbúsins og stutt markmið stjórnvalda um aukna samkeppnishæfni, framleiðni, verðmætasköpun og sjálfbæra þróun.

SAF ítreka mikilvægi þess að kaflinn um ferðaþjónustu í atvinnustefnunni verði endurskoðaður. Samtökin benda á að umfjöllun um ferðaþjónustu sé mun veikari en um hinar meginútflutningsstoðirnar og að skýrar þurfi að kveða á um alþjóðlega samkeppnishæfni, nýsköpun, vöruþróun og verðmætasköpun greinarinnar.

Jafnframt telja samtökin að megin­aðgerð atvinnustefnunnar gagnvart ferðaþjónustu eigi að vera sú að framfylgja samþykktri ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Lagt er til að framkvæmd stefnunnar verði skilgreind sem sérstök aðgerð í atvinnustefnunni og að tryggð verði skýr ábyrgð og eftirfylgni milli ráðuneyta.

SAF leggja einnig mikla áherslu á stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi. Sérstaklega er varað við fyrirvaralausum skattabreytingum á borð við gistináttaskatt, innviðagjald og kílómetragjald, sem grafi undan samkeppnishæfni fyrirtækja og möguleikum til framleiðniaukningar og aukinnar fjárfestingar í greininni. Samtökin benda á að nauðsynlegt sé að 12-18 mánaða raunverulegur fyrirvari sé á öllum helstu skattbreytingum sem varða ferðaþjónustu.

Í umsögninni er enn fremur kallað eftir:

  • Aukinni fjárfestingu í rannsóknum og gagnaöflun um ferðaþjónustu
  • Tryggri fjármögnun neytendamarkaðssetningar Íslands sem áfangastaðar til nokkurra ára í senn til samræmis við framtíðarsýn ferðamálastefnu
  • Markvissri uppbyggingu og þjónustu við innviði, þar á meðal við samgönguinnviði og fluginnviði á Akureyri og Egilsstaði
  • Bættum stoðkerfum fyrir nýsköpun, vöruþróun og menntun í ferðaþjónustu.

Að lokum hvetja SAF til einföldunar regluverks og leyfisveitinga, meðal annars með einni leyfisgátt fyrir fyrirtæki, endurskoðun reglna sem auka flækjustig fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og forðast sé að setja eða viðhalda séríslenskum reglum sem veikja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu á alþjóðamarkaði.

Tengdar fréttir

Byggjum áfram á traustum grunni Þegar árið 2025 er kvatt er eðlilegt að staldra við og draga lærdóm af ári sem var …

Jólakveðja SAF 2025

Samtök ferðaþjónustunnar óska þér og þínum gleðilegra jóla og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Skrifstofa SAF verður lokuð …

Þann 19. nóvember hélt gististaðanefnd SAF opinn fagnefndarfund þar sem farið var yfir helstu þróun í rekstri gististaða, nýjustu gögn um skammtímaleigu …

Hér má fylgjast með fundi um Skattspor ferðaþjónunnar í þráðbeinni útsendingu frá Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. desember og …

Félagskonum í Samtökum ferðaþjónustunnar var boðið á glæsilegan viðburð, í samstarfi við Center hotels, á Grandi by Center þriðjudaginn 9. desember. Viðburðurinn …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtarplan til 2035. Í umsögninni eru dregnar fram nokkrar …