Ferðaþjónustudagurinn 2021

Leiðtogar stjórnmálaflokka mætast í pallborðsumræðum á Ferðaþjónustudeginum í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 16. september klukkan 14.00.

Í umræðunum verður sjónum beint að því hvernig viðspyrnu í ferðaþjónustu verður háttað á komandi kjörtímabili. Hverjar eru áherslur og áætlanir stjórnmálaflokkanna þegar kemur að málefnum ferðaþjónustunnar? Hvers má vænta af næstu ríkistjórn þegar kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni? Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að stuðla að viðspyrnu í ferðaþjónustu?

Viðspyrna í ferðaþjónustu – samtal við stjórnmálin

Ávarp

  • Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Pallborðsumræður

  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Björn Leví Gunnarsson, Píratar
  • Guðmundur Auðunsson, Sósíalistaflokkurinn
  • Katrín Jakobsdóttir, Vinstri græn
  • Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Samfylkingin
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA stýra leiðtogaumræðunum.

Kynntu þér Vegvísi í ferðaþjónustu á www.vidspyrnan.is

Skráðu þig á fundinn – takmarkað sætaframboð!

Ferðaþjónustudeginum 2021 verður sjónvarpað í beinni útsendingu á vefmiðlum SAF.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!

#SAF2021

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …