Erlent starfsfólk og ráðningarferlið // Menntamorgunn ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 1. mars kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að ráðningarferli þegar kemur að ráðningu erlendra ríkisborgara og fjölmenningu á vinnustöðum.

Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi. Mismunandi reglur gilda fyrir erlenda ríkisborgara eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA.

Kynntar verða leiðbeiningar fyrir atvinnurekendur og starfsfólk til að auðvelda þeim ráðningarferlið og gefa yfirsýn yfir það sem þarf að gera.

Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Skráning fer fram HÉR.

DAGSKRÁ

Þegar ráða á erlenda ríkisborgara til starfa – Kynning á nýju verkfæri

Valdís A. Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

Fjölbreytileikinn vinnur! Hvers vegna skiptir góð móttaka máli?

Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs

Áskoranir og tækifæri á fjölmenningarlegum vinnustað

Sólborg Steinþórsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Mývatn

Reynslusaga

Lidija Lopac, vaktstjóri Icelandair hótel Reykjavík Marína

Fundarstjóri Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …