Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2022 fer fram miðvikudaginn 23. mars kl. 14.00 á Grand Hótel Reykjavík.
Hér að neðan má finna allar upplýsingar um aðalfundinn, kosningu í stjórn, framboð í fagnefndir og skráningu á fundinn.
- Hlekkur: Skráðu þig á aðalfundinn!
Dagskrá aðalfundar SAF 2022
Fagfundir, aðalfundur og netagerð fara fram á Grand Hótel Reykjavík.
09.30 // Kaffi og kruðerí
Byrjum daginn á rjúkandi kaffibolla og kruðerí áður en haldið er inn í daginn.
10.00 // Fagfundir
Afþreyingarnefnd, bílaleigunefnd, ferðaskrifstofunefnd, flugnefnd, gististaðanefnd, hópbifreiðanefnd, siglinganefnd og veitinganefnd funda um allt Grand Hótel Reykjavík. Á fundunum verður farið yfir liðið starfsár hjá fagnefndum SAF, gestafyrirlesarar verða á fundunum ásamt því að kjörið verður í fagnefndir fyrir starfsárið 2022 – 2023.
12.00 // Hádegisverður
SAF bjóða fundarmönnum til hádegisverðar.
13.00 // Þjóðmál – umræður um ástand og horfur í ferðaþjónustu
Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA taka þátt í umræðunum sem Gísli Freyr Valdórsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og ritstjóri Þjóðmála stýrir.
14.00 // Aðalfundur (dagskrá skv. lögum SAF)
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
3. Ársreikningur liðins starfsárs
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun um árgjald
6. Kosningar:
a. kosning meðstjórnenda *
b. kosning löggilts endurskoðanda
7. Önnur mál
* Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.
16.00 // Netagerð
Að afloknum aðalfundi bjóða SAF félagsmönnum í netagerð – léttar veitingar, ljúfa tóna og hressandi ferðaþjónustuspjall!
- Hlekkur: Skráðu þig á aðalfundinn!