Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF miðvikudaginn 23. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2022 – 2023.
Eftirfarandi regla gildir: Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 22. mars 2022.
Við hvetjum stjórnendur í ferðaþjónustu til að gefa kost á sér í fagnefndir. Þær eru mjög mikilvægar í grasrótarstarfinu. Framboðum skal skila rafrænt með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Rétt er að geta þess að einungis er hægt að skila inn framboði í EINA fagnefnd og skal framboðið vera staðfest af forsvarmanni / eiganda fyrirtækis.
- Hlekkur: Gefðu kost á þér í nefndarstarf SAF.