Rafrænar kosningar í aðdraganda aðalfundar 2022

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2022 – 2024.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

Framboðsfrestur rann út miðvikudaginn 9. mars og skiluðu 5 aðilar inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárin 2022 – 2024. Eitt framboð barst til formanns SAF fyrir starfsárin 2022 – 2024 og er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, sjálfkjörin.

Frambjóðendur eru eftirtaldir í stafrófsröð:

Hægt er að kynna sér frambjóðendur betur með því að smella á hlekkina hér að ofan.

Kosningar á aðalfundi fara fram með rafrænum hætti. Fyrirtækið Könnuður ehf. annast kosninguna fyrir hönd SAF, en hún fer fram í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins og hefst fimmtudaginn 17. mars kl. 12.00 og lýkur í upphafi aðalfundar miðvikudaginn 23. mars kl. 14.00.

Sem kunnugt er hefur hver félagsmaður atkvæðamagn á aðalfundi í hlutfalli við greitt félagsgjald í SAF um síðastliðin áramót. Hverjum heilum þúsund krónum greiddra félagsgjalda fylgir eitt atkvæði. Á atkvæðaseðlinum er tiltekið hversu mörg atkvæði fyrirtækið á rétt á í atkvæðagreiðslunni.

Til að taka þátt í kjörinu smellir þú á tengilinn „Taka þátt“ hér að neðan og þá færist þú yfir á Þínar síður Húss atvinnulífsins. Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum. Þegar komið er inn á Þínar síður kemst félagsmaður inn á kosningasíðuna með því að smella á hnapp sem á stendur „Kjósa í kosningum hjá SAF“ og er þá atkvæðaseðillinn aðgengilegur. Athugið að einungis er hægt að kjósa einu sinni.

Rétt er að geta þess að komi til annarra atkvæðagreiðsla á aðalfundi SAF þá fara atkvæðagreiðslur fram inni á Þínum síðum.

Þeir félagsmenn sem lenda í vandræðum með að kjósa er bent á að hafa strax samband við Skapta Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúa SAF, í síma 899-2200 eða með því að senda póst á netfangið skapti@saf.is

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …