Arnar Freyr Ólafsson, eigandi og stjórnarformaður Southdoor.
Arnar er fæddur árið 1973 og hefur starfað innan ferðaþjónustunnar frá árinu 2011 í kjölfar kaupa á Hótel Skógum. Á næstu þremur árum bættist Árhús og Hótel Hella við eignasafnið og hefur hann séð um daglegan rekstur á samstæðunni síðan. Arnar Freyr er menntaður alþjóða fjármálafræðingur frá The University of Alabama og í kjölfar útskriftar árið 1998 starfaði hann sem sérfræðingur hjá bönkunum fram til ársins 2007.
Arnar Freyr hefur komið að mörgum viðsnúningsverkefnum á rekstri fyrirtækja áður en hann einbeitti sér að eigin rekstri. Meðfram vinnu hefur hann setið í fjölmörgum stjórnum og er nú varaformaður stjórnar Judosambands Íslands. Arnar Freyr hefur lokið námskeði frá Akademias sem viðurkenndur stjórnarmaður. Á fyrri árum var Arnar í landsliði Íslands í sundi og er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi.
Arnar Freyr býr að langri reynslu þegar kemur að atvinnurekstri og setu í stjórnum fyrirtækja og vonast til að fá tækifæri til að láta reynsluna nýtast atvinnugreininni allri. Hann óskar eftir stuðningi hjá félagsmönnum í SAF til setu í stjórn samtakanna.