Björn Ragnarsson

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions.

Kæru félagar í SAF,

Ég hef setið í stjórn SAF síðastliðin 3 ár og gef nú kost á mér til setu í stjórn samtakanna til næstu tveggja ára. Síðustu tvö ár hafa verið þau skrítnustu sem við höfum upplifað í ferðaþjónustu. Núna erum við að sjá fyrir endann á þessum faraldri en áfram eru ýmsar ógnanir sem við stöndum frammi fyrir. Á þessum tíma hefur stjórn SAF unnið þétt með starfsmönnum samtakanna að hagsmunum greinarinnar sem hafa skilað sér í góðum stuðningi við fyrirtæki í greininni.

Ég hef lengi starfað í ferðaþjónustu, sem fjármálastjóri Bláa lónsins á árunum 1999 – 2007, sem framkvæmdastjóri Avis/Budget bílaleigunnar frá árinu 2007 – 2010 og sem framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavík Excursions frá árinu 2017. Á síðasta ári sameinuðust Kynnisferðir, Arcanum Fjallaleiðsögumenn og meirihluti Dive.is er nú einnig hluti af rekstri félagsins.

Framundan eru gríðarlegar áskoranir í okkar umhverfi. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að hagsmunum ferðaþjónustunnar og býð mig því til áframhaldandi stjórnarsetu í SAF.

Með baráttukveðjum,
Björn Ragnarsson

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …