Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions.
Kæru félagar í SAF,
Ég hef setið í stjórn SAF síðastliðin 3 ár og gef nú kost á mér til setu í stjórn samtakanna til næstu tveggja ára. Síðustu tvö ár hafa verið þau skrítnustu sem við höfum upplifað í ferðaþjónustu. Núna erum við að sjá fyrir endann á þessum faraldri en áfram eru ýmsar ógnanir sem við stöndum frammi fyrir. Á þessum tíma hefur stjórn SAF unnið þétt með starfsmönnum samtakanna að hagsmunum greinarinnar sem hafa skilað sér í góðum stuðningi við fyrirtæki í greininni.
Ég hef lengi starfað í ferðaþjónustu, sem fjármálastjóri Bláa lónsins á árunum 1999 – 2007, sem framkvæmdastjóri Avis/Budget bílaleigunnar frá árinu 2007 – 2010 og sem framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavík Excursions frá árinu 2017. Á síðasta ári sameinuðust Kynnisferðir, Arcanum Fjallaleiðsögumenn og meirihluti Dive.is er nú einnig hluti af rekstri félagsins.
Framundan eru gríðarlegar áskoranir í okkar umhverfi. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að hagsmunum ferðaþjónustunnar og býð mig því til áframhaldandi stjórnarsetu í SAF.
Með baráttukveðjum,
Björn Ragnarsson