Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Grímsson.
Þau tvö ár sem ég hef nú setið í stjórn SAF hafa verið rækilega mörkuð af COVID, mestu krísu sem hefur gegnið yfir ferðaþjónustuna fyrr og síðar. Þeir sem hafa starfað lengi í ferðaþjónustu hafa upplifað ýmislegt en aldrei neitt þessu líkt.
Berlega hefur komið í ljós hvaða atvinnugrein það er sem dregur vagninn í íslensku hagkerfi. Núna þegar lítur út fyrir að fara birta á ný og ferðaþjónustan kemst í gang aftur verður eflaust margt breytt og þá er mikilvægt er að fylgja eftir og nýta þann skilning sem hefur skapast á gildi ferðaþjónustunnar í Íslensku samfélagi. Þeim árangri náum við meðal annars með því að stunda öflug markvisst markaðsstarf erlendis með góðum tengslum við stjórnvöld og fólkinu í landinu.
Ég býð mig fram til áframhaldandi setu í stjórn SAF í þeirri von að þekking mín og reynsla nýtist sem best til að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Verkefnin hafa aldrei verið jafn brýn og þessa dagana. Má þarf nefna eftirlit með erlendri starfsemi hérlendis, þar sem skattar og skyldur sem íslensk fyrirtæki þurfa að undirgangast eru virt að vettugi og laun eru langt undir íslenskum lágmarkslaunum.
Ég er baráttumaður sem vill sjá hag ferðaþjónustunnar sem mestan nú og til framtíðar. Ég óska eftir stuðningi hjá félagsmönnum í SAF til áframhaldandi stjórnarsetu í samtökunum.