Menntadagur atvinnulífsins 2022

Menntadagur atvinnulífsins fer fram í Silfurbergi, Hörpu, mánudaginn 25. apríl frá kl. 9-12. Þetta er í níunda sinn sem menntadagurinn er haldinn.

Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent.

SKRÁNING FER FRAM HÉR.

Dagskrá menntadagsins er eftirfarandi:

09.00 – 10.30: Menntadagur atvinnulífsins – formleg dagskrá.

Opnunarávarp
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

Að efla tæknilæsi og tækniáhuga
Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, deildarstjóri í nýsköpun og frumkvöðlamennt hjá Háskóla Íslands.

Námsgagnatorgið. Stafræn bylting í starfsumhverfi kennara
Kristrún Lind Birgisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs í skýjunum.

Hverju breytir stafræn þróun fyrir atvinnulífið?
Íris Ösp Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Elkem.

Pallborð: Einar Þór Bjarnason, frkv.stjóri Intellecta, Inga Björg Hjaltadóttir, frkv.stjóri Attentus og Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi Hagvangi. Stjórnandi: Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá.

Pallborð: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála og vinnumarkaðsráðherra. StjórnandI: Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Frá IQ til EQ að Dq: Stafræn færni og tilfinningagreind, þjálfun lykilfærni leiðtoga á þekkingaröld
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covery á Íslandi.

10.30 – 11.00: Menntatorg og netagerð

11.00 – 12.00: Málstofur

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.

SKRÁNING FER FRAM HÉR.

Viðburðurinn er öllum opinn, enginn aðgangseyrir.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …