Góð þjónusta – hvað þarf til? Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 25. maí

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki. 

Kynnt verður fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem nýst getur við þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu og hvaða leiðir er hægt að fara til að fjármagna fræðsluna.

Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Skráðu þig til leiks HÉR.

Dagskrá:

Nýliðaþjálfun – Kynning á nýju verkfæri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu 
Bryndís Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar 

Menntun, fræðsla, þjálfun – Hvers vegna?
Þórir Erlingsson, framkvæmdastjóri Tailwind 

Fjármagn til fyrirtækja, eitthvað fyrir þitt fyrirtæki? 
Lísbet Einarsdóttir frá Attin.is 

Allir á sömu blaðsíðunni
Gentle Giants, handhafi Menntasprota atvinnulífsins 2022 
Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants

Fundarstjóri Haukur Harðarson, verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …