Framboð til stjórnar SAF starfsárin 2023 – 2025

Helgi Már Björgvinsson, Nadine Guðrún Yaghi, Rannveig Grétarsdóttir, Skarphéðinn Berg Steinarsson

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í Stykkishólmi fimmtudaginn 30. mars 2023.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Að þessu sinni er því kosið um þrjú aðalsæti í stjórn SAF til næstu tveggja ára. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2021 – 2023. Rétt er að geta þess að í aðdraganda aðalfundar sagði Rannveig Grétarsdóttir sig frá störfum í kjörnefnd og gaf kost á sér til stjórnarsetu.

Fjögur framboð bárust í stjórn SAF, en þau eru í stafrófsröð:

Rafræn atkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 23. mars kl. 16.00 og allar upplýsingar um atkvæðagreiðsluna og aðgang að henni verða sendar félagsmönnum SAF í tölvupósti.
Atkvæðagreiðslunni lýkur að lokinni kynningu frambjóðenda á aðalfundinum í Stykkishólmi þann 30. mars n.k.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …