Rannveig Grétarsdóttir

Rannveig Grétarsdóttir, eigandi Eldingar og Akureyri Whale Watching

Kæru félagar í SAF. 

Ég heiti Rannveig Grétarsdóttir og er framkvæmdastjóri og einn eigandi Eldingar hvalaskoðunar i Reykjavík sem og er eg stjórnarformaður og einn af eigendum Akureyri Whale Watching.  Ég er menntaður rekstrarfræðingur og er einnig með MBA gráðu frá Háskólanum I Reykjavik.

Fyrirtækið Eldingu stofnaði ég ásamt fjölskyldu minni árið 2000 vegna áhuga og trúar okkar á framtíðarmöguleikum ferðaþjónustu á Íslandi.  

Með reynslu minni síðast liðinna 24 ára og setu í óteljandi ráðum og nefndum fyrir ferðaþjónustuna tel ég mig hafa öðlast þekkingu og skilning á þeim fjölbreyttu verkþáttum sem ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir bæði í höfuðborginni og annars staðar á landinu.

Ég hef sterkar skoðanir á framtíðarþróun ferðaþjónustu á Íslandi og tel mig hafa mikið fram að færa á vettvangi Samtaka ferðaþjónustunnar og hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar samtakanna.

Við þurfum að skapa rekstrarumhverfi þar sem fyrirtæking geta vaxið eðlilega og er nærandi  Við þurfum að skapa sátt og jafnvægi, auka skilning stjórnvalda og íbúa landsins á atvinnugreininni, fækka stríðunum og koma okkur saman um framtíðarsýn og þau skref sem við þurfum að stíga að sjálfbærni og bjartari framtíð. Við þurfum meiri fyrirsjáanleika og skilning frá stjórnvöldum.

Ég óska því eftir stuðning ykkar kæru félagsmenn til stjórnarsetu í SAF næstu tvö árin og hlakka til að sjá ykkur vonandi flest í Stykkishólmi 30 mars næstkomandi.

https://youtube.com/watch?v=uDcFrehGwQE

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …