Skarphéðinn Berg Steinarsson

Skarphéðinn Berg Steinarsson, eigandi Sjávarborgar

Allt frá árinu 2010 hef ég unnið í ferðaþjónustu, verkefnum af ýmsu tagi. Ég hef fengist við gistingu, afþreyingu, flug og veitingar. Síðustu ár hef ég verið ferðamálastjóri. Lengst af þessa tíma hef ég svo ásamt konu minni og félögum átt og rekið Sjávarborg í Stykkishólmi, lítið gistihús og kaffihús. Reynslan er því fjölbreytt.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa verið í forystu atvinnugreinarinnar og verið málsvari gagnvart stjórnvöldum og öðrum við mótun rekstrarumhverfis og framtíðar. Eftir áhrif heimsfaraldurs stendur ferðaþjónustan á krossgötum en ákveða þarf hvernig við ætlum að standa að málum á næstu árum. Hvernig áfangastaður ætlum við að verða og hvernig ætlum við að hafa framfærslu af þessu? Það eru mörg álitaefni sem varða sjálfbærni greinarinnar, aðgangsstýringu og álag.

Ég hef áhuga á að taka þátt í starfi SAF og leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu sem fram undan er við að móta öfluga og trausta atvinnugrein. Reynsla mín og bakgrunnur eiga að koma þar að gagni. Auk hennar nýt ég þess að vera í atvinnurekstri á landsbyggðinni og koma með sjónarmið þeirra sem þaðan eru og reka þar lítil fyrirtæki.

https://youtube.com/watch?v=qR8m_g5DQ7E

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …