Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar 2022 fer fram þriðjudaginn 11. janúar kl. 9.00 í beinu streymi á Facebook-síðu Samtaka ferðaþjónustunnar.
Á Nýársmálstofunni verður horft inn í nýtt ár og við munum velta upp helstu tækifærum og áskorunum framundan.
Í ár líkt og fyrri ár er nýársfundurinn haldin í samstarfi Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslenska ferðaklasans og KPMG.
Dagskrá fundarins mun að venju tengjast niðurstöðum úr viðhorfskönnun sem send er aðilum í greininni en jafnframt fáum við til okkar helstu sérfræðinga á sviði sjálfbærnivíddanna þriggja, efnahags, samfélags og umhverfis. Við veltum upp möguleikum til sóknar ásamt því að veita aðilum innblástur í að efla og auka þekkingu og gæði þegar kemur að rekstri ferðaþjónustufyrirtækja í nýju landslagi.
Dagskrá:
Ávarp
Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra
Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Umhverfismál og sjálfbærni í ferðaþjónustu
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
Efnahagur ferðaþjónustunnar á nýjum tímum
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka
Niðurstöður skoðanakönnunar ferðaþjónustunnar
Sævar Kristinsson, sérfræðingur hjá KPMG
Fundarstjóri: Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
