Aðalfundur SAF 2022

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2022 fer fram miðvikudaginn 23. mars kl. 14.00 á Grand Hótel Reykjavík.

Hér að neðan má finna allar upplýsingar um aðalfundinn, kosningu í stjórn, framboð í fagnefndir og skráningu á fundinn.

Dagskrá aðalfundar SAF 2022

Fagfundir, aðalfundur og netagerð fara fram á Grand Hótel Reykjavík.

09.30  //  Kaffi og kruðerí

Byrjum daginn á rjúkandi kaffibolla og kruðerí áður en haldið er inn í daginn.

10.00  //  Fagfundir

Afþreyingarnefnd, bílaleigunefnd, ferðaskrifstofunefnd, flugnefnd, gististaðanefnd, hópbifreiðanefnd, siglinganefnd og veitinganefnd funda um allt Grand Hótel Reykjavík. Á fundunum verður farið yfir liðið starfsár hjá fagnefndum SAF, gestafyrirlesarar verða á fundunum ásamt því að kjörið verður í fagnefndir fyrir starfsárið 2022 – 2023.

12.00  //  Hádegisverður

SAF bjóða fundarmönnum til hádegisverðar.

13.00  //  Þjóðmál – umræður um ástand og horfur í ferðaþjónustu

Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA taka þátt í umræðunum sem Gísli Freyr Valdórsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og ritstjóri Þjóðmála stýrir.

14.00  //  Aðalfundur (dagskrá skv. lögum SAF)

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
3. Ársreikningur liðins starfsárs
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun um árgjald
6. Kosningar:
a. kosning meðstjórnenda *
b. kosning löggilts endurskoðanda
7. Önnur mál

* Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

16.00  //  Netagerð

Að afloknum aðalfundi bjóða SAF félagsmönnum í netagerð – léttar veitingar, ljúfa tóna og hressandi ferðaþjónustuspjall!

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …