Ný stjórn kjörin á aðalfundi SAF 2022

Ný stjórn SAF kjörin á aðalfundi 2022.

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2022 fór fram á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 23. mars.

Í aðdraganda aðalfundar fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um 3 meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára ásamt því að kjörinn var formaður. Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð og Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions hlutu kjör í stjórn SAF til næstu tveggja ára. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu-DMI og núverandi formaður SAF var endurkjörin formaður samtakanna til næstu tveggja ára.

Ný stjórn SAF kjörin á aðalfundi 2022.
Stjórn SAF 2022: Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Icelandair Hotel Natura, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions, Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu-DMI og formaður, Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri veitingahússins Jómfrúarinnar, Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og samfélagsábyrgðar Icelandair og Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …