Mín framtíð 2023

Dagana 16. – 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Mína framtíð – Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina.

Mín framtíð verður sett með pomp og prakt fimmtudaginn 16. mars kl. 8.30 – 9.10 í Laugardalshöll.

Að lokinni opnunarhátíð hefst Íslandsmótið og framhaldsskólakynningin og er gestum boðið að kynna sér sýningarsvæðið.

Opnunartímar:

  • Fimmtudaginn 16. mars kl. 9 – 16
  • Föstudaginn 17. mars kl. 9 – 16
  • Laugardaginn 18. mars kl. 10 – 15

Laugardagurinn verður fjölskyldudagur – fræðsla og fjör!

Að þessu sinni keppt í 22 faggrein þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.

Greinarnar eru:

Bakaraiðn, Bifreiðasmíði, Bílamálun, Fataiðn, Forritun, Framreiðsla, Grafísk miðlun, Gull- og silfursmíði, Hársnyrtiiðn, Húsasmíði, Kjötiðn, Matreiðsla, Málaraiðn, Málmsuða, Pípulagnir, Rafeindavirkjun, Rafvirkjun, Skrúðgarðyrkja, Snyrtifræði, Vefþróun, Veggfóðrun og dúkalögn og múraraiðn.

Á Minni framtíð sýna einnig 15 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Þá kynnir 30 framhaldsskóli námsframboð sitt og auðvitað verður Iðan einnig með veglegan bás í höllinni.

Allar frekari upplýsingar má finna á vefnum Nám og störf.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …