Ráðstefna um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar

Menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Ferðamálastofu og Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir ráðstefnu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 22. mars kl. 13:00-16:00 í Kaldalóni, Hörpu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra flytur opnunarávarp. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Jane Stacey yfirmaður ferðamála hjá OECD og Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins verða með framsöguerindi. Samtök ferðaþjónustunnar kynna nýtt mælaborð sem sýnir áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög um allt land.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér fyrir neðan en fundarstjóri er Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play.

13:05 Ávarp Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra13:20 Gullnáma eða fátækragildra? Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri13:45 Trends in Tourism – Value of the Tourism Industry Jane Stacey, Head of Tourism Unit at OECD14:05 Slípum demantinn og hönnum okkar framtíð Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins

14:20 Kaffihlé

14:40 Áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög um land allt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF15:00 Pallborðsumræður – Verðmætin í ferðaþjónustunniStjórnandi: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans– Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
– Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF
– Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
– Svanbjörn Thoroddsen, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG
– Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Icelandair

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …