Helgi Már Björgvinsson

Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Icelandair

Helgi er yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Icelandair.  Hann er fæddur í Reykjavík árið 1970 og hóf störf hjá Icelandair árið 1999 þar sem hann stýrði rekstri Icelandair Holidays í Norður-Ameríku en tók janframt við sem sölustjóri Norður-Ameríku árið 2000.  Helgi varð sölu- og markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og Írlandi 2002, svæðisstjóri Suður-Evrópu 2004 og svæðisstjóri Bretlands og Írlands 2007.

Helgi gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair frá 2008 til 2017 og bar m.a. ábyrgð á markaðsdeild og viðskiptaþróun, rekstri söludeildar og sölusvæða, vildarklúbbi, tekjustýringu og verðlagningu, dreifingu og stafrænni þróun, sölu og þjónustu um borð auk reksturs þjónustuvers.  Frá árinu 2017 hefur Helgi stýrt alþjóðasamskiptum fyrir félagið og samstarfi við önnur flugfélög og þar heyrir einnig undir sala- og markaðssetning á fjarmörkuðum.

Helgi situr í fjölda stjórna og ráða og má þar nefna framkvæmastjórn Airlines for Europe, ráðgjafaráði IATA Industry Affairs Advisory Council, fjárfestingaráði Icelandic Tourism Fund og í stjórnum Lindarvatns, Fransk-íslenska viðskiptaráðins og Norðurslóðaviðskiptaráðins.  Auk þess hefur Helgi setið í Ferðamálaráði og stjórnum Iceland Naturally, Vildarbarna, Amadeus Ísland og Iceland Tours Ltd.

Helgi lauk BS gráðu í markað- og stjórnunarfræði frá University of South Carolina, Columbia, árið 1994 og MBA gráðu frá ESCP European School of Management, París, árið 2008.

Helgi er giftur Mörtu Jónsdóttur, deildarstjóra á skrifstofu prótokolls, menningar og viðskiptaþjónustu hjá utanríkisráðuneytinu og eiga þau tvo syni; Hinrik 14 ára og Kristján 12 ára.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …