Auknum álögum mótmælt

Um miðjan september mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024. Frumvarpinu er ætlað að hafa bæði áhrif á tekju- og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins. Samtök ferðaþjónustunnar skiluðu umsögn um frumvarpið 3. október 2023.

Orkuskipti á leið í vaskinn

SAF bentu á í umsögn sinni að ökutækjaleigur hefðu þungar áhyggjur af fyrirhuguðum orkuskiptum og mótmæla því að VSK verði lagður á endursölu og útleigu vistvænna bílaleigubíla. Samtökin hafa á sl. árum bent á að niðurfelling VSK af umræddum bílum kemur skattskildum aðilum eins og ökutækjaleigum ekki til góða, enda ljóst að álagning VSK á endursölu bíla skaðar samkeppnisstöðu ökutækjaleiga á eftirmarkaði.

Þá kemur fram í umsögninni:

„Endurkrafa hins opinbera á VSK ívilnun bíla sem ökutækjaleigur hafa fjárfest í hefur grafalvarlegar afleiðingar fyrir orkuskipti á Íslandi. Líklegt er að ökutækjaleigur leiti allra leiða til að nýta ökutæki inni í rekstrinum eða losi ökutæki inn á hagkvæmari markaði. Boðaðar breytingar munu því draga verulega úr orkuskiptum hjá ökutækjaleigum og þar með auka líkur á að orkuskipti almennt fari í vaskinn.“ 

Áfengisgjöld eru há í alþjóðlegum samanburði

Samtökin telja betur látið staðar numið en af stað farið þegar kemur að hækkun hins opinbera á krónutölugjöldum. Miðað við núverandi efnahagsástand telja SAF að eðlilegra væri að stjórnvöld myndu því láta krónutöluhækkanir eiga sig í bili, enda ætti hlutverk þeirra hvorki að vera til þess fallið að kynda undir né leiða verðlagshækkanir. Samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands verður ávallt að hafa að leiðarljósi. Þá benda samtökin á að áfengisgjöld séu há hér á landi í alþjóðlegum samanburði og rík þörf sé á heildstæðri endurskoðun á þeirri gjaldheimtu.

Í umsögn SAF kemur m.a. fram:

„SAF ítreka mikilvægi þess að endurskoða þurfi gjaldtöku og almenna skattheimtu á áfengi, enda gjaldið allt of hátt í alþjóðlegum samanburði. Þangað til og á meðan sú endurskoðun fer fram telja SAF að engar breytingar skuli gerðar á gjaldinu til hækkunar.“

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …