Á ferð og flugi um Austurland

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Austurland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna tóku hús á fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hittu forystufólk sveitarfélaganna. Samhliða fór haustfundur hótel- og veitingamanna fram á Hallormsstað.

Áskoranir og tækifæri á Austurlandi

SAF hafa reglulega farið í vísitasíur um landið þar sem tilefnið er að efla tengslin við félagsmenn sína og heyra hvað brennur á þeim. Margt bar á góma í samtölum við forystufólk í ferðaþjónustu á Austurlandi eins og uppbygging innviða og álag á samfélögin samhliða auknum vexti í ferðaþjónustu, tækifæri og áskoranir með komum skemmtiferðaskipa og mennta- og fræðslumál starfsfólks í greininni svo eitthvað sé nefnt.

Í ferðinni um Austurland hittum við eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir:

  • Álfheima
  • Blábjörgu Resort
  • Bragðavelli
  • Ferðaþjónustuna á Mjóeyri
  • Gistihúsið Egilsstöðum
  • Hótel Breiðdalsvík
  • Hótel Framtíð
  • Hótel Hallormsstað
  • Hótel Stuðlagil
  • Kaupfjelagið
  • Lauf veitingastað
  • Nielsen restaurant
  • Óbyggðasetrið
  • Randulfssjóhús
  • Salt bistro
  • Skriðuklaustur
  • Steinasafn Petru
  • Sveitarfélagið Múlaþing
  • Tanna Travel
  • Tinna Adventures
  • Ölduna

Hótel- og veitingamenn funda á Hallormsstað

Haustfundur hótel- og veitingamanna fór fram á Hallormsstað og var mæting með ágætum. Það fór vel á því að halda fundinn á Hallormsstað þar sem Þráinn Lárusson veitingamaður hefur byggt upp glæsilegt hótel með veitingastað og góðri aðstöðu til ráðstefnuhalds. Þráinn var lengi formaður í veitinganefnd SAF og tók vel á móti hótel- og veitingamönnum.

Á fundinum var farið yfir ástand og horfur í hótel- og veitingageiranum ásamt því að áhugaverð erindi voru flutt. Harpa Magnúsdóttir frá Hoobla fjallaði um hvað þurfi að gera til að tryggja velferð mannauðs á veitinga- og gististöðum, Davíð Arnarson frá Datera fór yfir aðferðir hægt er að nýta til að efla efnis markaðssetningu (e. content marketing) og Úlfur Reginn Úlfarsson frá Glaze ræddi um hvernig verkfæri Glaze nýtast best fyrirtækjum í veitinga- og gististaðarekstri. Þá velti Ragnar Þórðarson frá vottunarstofunni Tún upp spurningunni hvort umhverfis- og gæðavottanir séu nauðsynleg fyrir veitinga- og gististaði. Síðast en ekki síst fór Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF, yfir lykil hagtölur varðandi gisti- og veitingastaði á Austurlandi og um land allt.

Eftir góðan fund á Hallormsstað slökuðu fundargestir á í Vök Baths á Egilsstöðum þar sem Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, kynnti jafnframt starfsemi fyrirtækisins áður en haldið var í kvöldverð og skemmtun á Hallormsstað.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …