Upplýsingar um markaðstorg á afmælisráðstefnu SAF – Samtaka í 25 ár

Í tengslum við afmælisráðstefnu SAF sem fram fór fimmtudaginn 15. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica var sett upp markaðstorg þar sem fyrirtæki og stofnanir sem starfa í stoðkerfi ferðaþjónustunnar kynntu vörur sínar og þjónustu.

Góður rómur var gerður að markaðstorginu, en 10 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt.

Þátttakendur í markaðstorgi:


A4

Hjá A4 fást allar rekstrarvörur fyrir fyrirtæki, hvort sem það eru húsgögn, fundarklefar, merktir pennar, gagnvirkir skjáir eða almenn skrifstofuvara. Einnig vörur til endursölu og þar má nefna Puzzled by Iceland ferðamannavörurnar.


Akademias

Akademias kynnti Segul – leiðtogaþjálfun ferðþjónustunnar sem er glænýtt nám sem ætlað er stjórnendum í greininni. Námið er þróað í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska ferðaklasann. Ráðstefnugestum bauðst sérstakur afsláttur í námið.


Ferðagögn

Samtök ferðaþjónustunnar halda úti mælaborðinu Ferðagögn þar sem hægt er að finna ýmis gögn um umsvif ferðaþjónustu í nærsamfélaginu. Það eru m.a. gögn um atvinnutekjur, skatttekjur sveitarfélaga, framboð og nýtingu gistirýmis og afkomu ferðaþjónustufyrirtækja eftir landshlutum.


Ferðamálastofa

Ferðamálastofa er ríkisstofnun sem fer með stjórnsýslu ferðamála. Þá sinnir hún ýmsum þjónustu- og þróunarverkefnum fyrir atvinnugreinina. Einnig vinnur hún að samræmingu, greiningum og rannsóknum.


Glaze

Glaze er fljótlegasta leiðin fyrir þig til að taka við pöntunum og greiðslum. Þú þarft enga græju, enginn þarf að hlaða neinu niður og uppsetningin er afar einföld – eins einfalt og að borða bollaköku. Við viljum hjálpa þér að einfalda þína vinnu svo þú getir einbeitt þér að því sem þú gerir best – að þjónusta gestina þína.


Godo

Godo er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði ferðatækni á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns í 6 löndum og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins við Höfðabakka 9a. Megin áhersla í starfsemi þróun á hótelbókunarkerfum (Godo Property og BookingFactory) og tengdum stoðvörum sem auka á gæði í hótelrekstri. Fyrirtækið stendur sömuleiðis á bak við hugbúnaðinn Travia sem er leiðandi markaðstorg/dreifikerfi ferðaskrifstofa sem bóka á Íslandsmarkaði.


Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar býr til verkfæri fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu með það markmið að efla hæfni og gæði í greininni. Við veitum einnig ráðgjöf og aðstoð til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar við að koma á markvissri fræðslu og þjálfun. Þjónusta okkar er fyrirtækjum og starfsfólki að kostnaðarlausu.


Keeps

Keeps CMS er content management kerfi sniðið að ferðaþjónustunni. Kerfið heldur utan um allar myndir og fljótlega allar upplýsingar á einum og sama staðnum og deilir þeim á helstu sölurásir á borð við Expedia, booking.com og TripAdvisor. Kerfið er hluti af sjálfvirknivæðingu ferðaþjónustunnar sem notar AI til að einfalda ferla enn frekar í markaðssetningu. Með Keeps þarf gististaðurinn ekki lengur að skrá sig inn á allar sölusíðurnar til að setja upp t.d. norðurljósamynd fyrir veturinn, heldur mun Keeps sjá um það fyrir hann. Með Keeps sparar gististaðurinn tíma, kostnað og eykur sölu þar sem myndir eru uppfærðar á öllum sölusíðum. Nú þegar eru stórir jafnt sem smáir gististaðir að nota Keeps á Íslandi, Færeyjum og í Afríku.


Markaðsstofur landshlutanna

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sex talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu. Markaðsstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila. Markaðsstofur landshlutanna starfa með um 900 fyrirtækjum og sveitarfélögum um allt land.


Safetravel

Safetravel er slysavarnaverkefni á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem miðar að því að koma upplýsingum til ferðamanna um ábyrga ferðahegðun, svo fækka megi óhöppum og slysum. Til þess eru notuð ýmis verkfæri: upplýsingaskjáir víða um land, heimasíðan www.safetravel.is, netspjall við þjónustufulltrúa, samfélagsmiðlar og appið SafeTravel Iceland. Appið er til bæði fyrir Android og iPhone. Aksturshluti appsins sýnir upplýsingar um færð í rauntíma, ásamt sérstökum veðurviðvörunum. Göngufólki býðst að senda GPS staðsetningu sína handvirkt til 112.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …