Í byrjun janúar birtu stjórnvöld frumvarp um breytingar á rammaáætlun og tillögu að þingsályktunartillögu um vindorku. Aðdragandi þessara mála hefur verið langur enda vindorka umdeilt málefni. Samtök ferðaþjónustunnar hrósa stjórnvöldum fyrir ferlið enda hafa þau reynt að fá álit sem flestra hagsmunaaðila við undirbúning málsins. Vonandi verður þetta fordæmi þegar kemur að öðrum stórum málum.
SAF hafa unnið umsögn varðandi frumvarp og þingsályktunartillögu um vindorku. Sýn SAF þegar kemur að vindorku er að við eigum að fara varlega í uppbyggingu, byrja með belti og axlarbönd og slaka þá á kröfum ef reynslan reynist jákvæð. Eigi að koma upp vindorkuverum höfum við ítrekað að þau séu stærri og færri í stað þess að sjá vindmyllur um allar sveitir. Við höfum líka bent á að uppbygging eigi að eiga sér stað á röskuðu svæði, t.d. á iðnaðarsvæðum og ekki innan hálendis.
Almennt virðist hafa verið tekið mark á sjónarmiðum ferðaþjónustunnar við vinnuna, en engu að síður verðum við að standa vaktina og passa upp á að uppbygging orkuinnviða hafi ekki neikvæð áhrif á áfangastaði landsins.
Kynntu þér umsögn SAF varðandi frumvarp og þingsályktunartillögu um vindorku sem liggur inni á Samráðsgátt stjórnvalda með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
- Hlekkur: Umsögn SAF um vindorku.
Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org