Stjórnarkjör á aðalfundi SAF 2024

Í aðdraganda aðalfundar SAF 2024 sem fram fer fimmtudaginn 21. mars hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2024 – 2026.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

Framboðsfrestur rann út fimmtudaginn 7. mars og skiluðu 7 aðilar inn framboði í stjórn SAF. Eitt framboð barst til formanns SAF, en Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf. gefur kost á sér og verður því sjálfkjörinn á aðalfundi samtakanna sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 21. mars nk.

Frambjóðendur til stjórnar SAF eru eftirtaldir í stafrófsröð:

  • Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures
  • Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia
  • Bragi Skaftason, framkvæmdastjóri 10 sopa
  • Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandshótelum
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard
  • Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show
  • Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð

Kosningar á aðalfundi fara fram með rafrænum hætti líkt og undanfarin ár. Fyrirtækið Könnuður ehf. annast kosninguna fyrir hönd SAF, en hún fer fram í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins og hefst fimmtudaginn 14. mars og lýkur á aðalfundardaginn fimmtudaginn 21. mars nk.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …