Menntamorgunn ferðaþjónustunnar – Ráðningar og Z kynslóðin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 10. apríl. Fundurinn verður í streymi og hefst kl. 9.00.

Á fundinum verður áhersla á undirbúning ferðaþjónustuaðila fyrir vertíðina – hvað stjórnendum ber að hafa í huga varðandi vinnumarkaðsmál og ráðningu sumarstarfsfólks, hvernig sé hægt að halda árangursrík starfsviðtöl ásamt hugvekju um breyttar væntingar Z kynslóðar til vinnustaðarins og stjórnenda.

Dagskráin er fjölbreytt og fræðandi:

Hvernig finnum við rétta aðilann í teymið? Góð ráð fyrir árangursrík atvinnuviðtöl
Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi

Hvað ber að hafa í huga þegar sumarstarfsfólk er ráðið í vinnu?
Íris Mist Arnardóttir, lögfræðingur hjá SA

Ný kynslóð og aðrar væntingar
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Símanum og stjórnarmaður í Bláa Lóninu

Fræðsla og menning í fjölbreyttu starfsumhverfi
Eir Arnbjarnardóttir, mannauðsstjóri hjá Center Hotels

Fundarstjóri verður Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …