SAF taka þátt í samkomulagi um öryggi á skemmtistöðum

Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað föstudaginn 23. ágúst sl.. Markmið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk.

Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað en að því koma Reykjavíkurborg, Neyðarlínan 112, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök reykvískra skemmtistaða, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.

Með samkomulaginu er stefnt að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum. Ofbeldi í hvaða mynd sem er er ekki liðið, þar með talið kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist á kynþáttafordómum og öðrum fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks.

Aukið öryggi og betra samstarf

Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og áttu þá 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir 30 að tölu. Öryggi á skemmtistöðum er gífurlega mikilvægt málefni og með samkomulaginu er miðað að því að tryggja samskipti og samstarfi á milli aðila samkomulagsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru vísbendingar um að ofbeldisbrotum sem eru tilkynnt inni á skemmtistöðum, sem eru aðilar að samkomulaginu, hafi fækkað. Þá hafi boðleiðir orðið styttri, samskipti hafa aukist og betri skilningur er á milli allra aðila samkomulagins.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …