Félagsfundur um almyrkva og norðurljós

Miðvikudaginn 21. ágúst sl. bauð ferðaskrifstofunefnd SAF til opins félagsfundar. Málefni fundarins var almyrkvinn sem verður sjáanlegur frá Íslandi 12. ágúst 2026. Verður þetta í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi sést á Íslandi og jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní 1433.

Líklegt er að almyrkvinn eigi eftir að draga að töluverðan fjölda gesta til Íslands, en sem dæmi má nefna að almyrkvinn 8. apríl sl. í Bandaríkjunum dró að sér fleiri milljónir gesta víðsvegar að úr heiminum. Eru þegar farin að heyrast tíðindi af gististöðum hér á landi sem eru uppbókaðir þann 12. ágúst 2026.

Stjörnu Sævar fór með himinskautum

Sævar Helgi Bragason, Stjörnu Sævar, deildi sinni upplifun af almyrkvum og verkefnum tengdum komandi almyrkva, en hann er líklega sá Íslendingur sem hefur séð flesta almyrkva. Sævar Helgi notaði einnig tækifærið og talaði um komandi norðuljósatímabil en samkvæmt rannsóknum er líklegt að næstu tvö norðurljósatímabil muni bjóða upp á mjög öflug norðurljós.

Gögn frá fundinum

Hér má finna upptöku frá fundinum ásamt hluta af glærunum sem Sævar Helgi kynnti á fundinum auk þess sem hægt er að fara inn á heimasíður sem hann heldur úti til fræðast enn frekar um almyrkvann og norðurljós:

Ferðaskrifstofunefnd SAF þakkar Sævar Helga kærlega fyrir kynninguna sem ætti að nýtast ferðaþjónustunni til vöruþróunar og undirbúnings fyrir almyrkvann. Þá viljum við nota tækifærið og benda á nýja bók Sævars og Babak Tafreshi “Iceland at night” sem ætti að vera skyldulesning fyrir alla þá sem starfa í ferðaþjónustu og vilja fræðast um næturhiminn Íslands.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …