[:IS]Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland
Ég hef lengi beitt mér í þágu ferðaþjónustunnar, innan stjórnar SAF sem utan. Núna brenna mörg stór mál á atvinnugreininni sem þarf að leiða til lykta.
Skuggastarfsemi í ferðaþjónustunni er ein alvarlegasta ógnin. Erlendir sem innlendir aðilar grafa undan okkur með lögbrotum og undanskotum frá skatti. SAF hefur lagt fram vandaðar tillögur um mótaðgerðir. En við vitum af reynslunni að ekkert frekar mun gerast af hálfu stjórnvalda nema að félagsmenn og forysta SAF fylgi því fast á eftir. Ég er til.
Þrátt fyrir þau gífurlegu verðmæti sem ferðaþjónustan skilar þjóðarbúinu er lítill skilningur á því í stjórnkerfinu. Endalaust er rætt um auknar álögur á atvinnugreinina. Víða er gjaldtakan byrjuð. Aðrir eru í startholunum. Það hallar á okkur í þeirri umræðu. Gegn því þarf að berjast með oddi og egg. Ég er til.
Undir mínum hatti eru ferðaskrifstofa, hópferðafyrirtæki, ferðaskipuleggjandi, bílaleiga og gisting á hálendinu. Ég þekki því vel til fjölbreyttra hagsmuna ferðaþjónustunnar. Heildarhagsmunir ferðaþjónustunnar eru um leið mínir.
Ég hef í gegnum tíðina beitt mér fyrir hagsmunum greinarinnar í viðtölum og með greinaskrifum. Ég er tilbúinn að leggja enn meira af mörkum með þátttöku í stjórn SAF. Ég styð formann samtakanna af heilum hug og vil stuðla að því að undir hennar forystu vinnum við atvinnugreininni til heilla.[:]
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, …