Aðalfundur SAF 2020

Rafrænn aðalfundur SAF 2020 // Miðvikudaginn 6. maí kl. 14.00

Þar sem enn verða hömlur á samkomum í maí hefur stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar ákveðið að áður boðaður aðalfundur og fundir faghópa samtakanna verði rafrænir.

Aðalfundur SAF fer fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM miðvikudaginn 6. maí kl. 14.00. Fundir faghópa SAF fara fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM dagana 27. – 29. apríl.

Kosningar til formanns og stjórnar SAF verða einnig rafrænar og standa í vikutíma í aðdraganda aðalfundar, eða dagana 29. apríl til 5. maí.

Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustunnar eru hvattir til að taka dagana frá!


Kynning á frambjóðendum til stjórnar SAF starfsárin 2020 – 2022

Frambjóðendur til stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi 2020.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

Framboðsfrestur rann út miðvikudaginn 29. apríl og skiluðu 6 aðilar inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022. Eitt framboð barst í formannsembætti SAF og er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður samtakanna, því sjálfkjörin.

Frambjóðendur eru eftirtaldir í stafrófsröð:

Hægt er að kynna sér frambjóðendur betur með því að smella á hlekkina hér að ofan.

Í fyrsta skipti í sögu SAF fara kosningar á aðalfundi fram með rafrænum hætti. Fyrirtækið Könnuður ehf. annast kosninguna fyrir hönd SAF, en hún fer fram í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins. Félagsmenn í SAF hafa fengið upplýsingar sendar um kosningarnar sem standa til kl. 14.15 miðvikudaginn 6. maí.

Kjósa skal þrjá frambjóðendur – hvorki fleiri né færri.


Dagskrá aðalfundar skv. lögum SAF

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  3. Ársreikningur liðins starfsárs
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun um árgjald
  6. Kosningar:
    a. kosning formanns
    b. kosning meðstjórnenda *
    c. kosning löggilts endurskoðanda
  7. Önnur mál

* Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn og útfærslu hans verða kynntar er nær dregur.


Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna.

Í kjörnefnd sitja:

Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022. Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Að þessu sinni er formaður og 3 meðstjórnendur í kjöri. Þeir tveir frambjóðendur til stjórnar sem ekki hljóta kosningu, en næstir koma þeim sem ná kjöri, teljast varamenn í stjórn til eins árs fram að næsta aðalfundi.

Upphaflega var aðalfundur SAF boðaður 19. mars sl. en var frestað til 6. maí nk.. Í samræmi við ákvæði 7. mgr. 10. gr. laga SAF færist þannig framboðsfrestur til stjórnar SAF til 22. apríl, eða 14 dögum fyrir aðalfundardagsetningu. Þau framboð sem þegar hafa borist í stjórn og fagnefndir SAF halda fullu gildi nema félagsmaður dragi framboð sitt til baka.

Framboð til embætta formanns og meðstjórnenda skulu hafa borist kjörnefnd skriflega eða rafrænt 14 dögum fyrir aðalfund, eða miðvikudaginn 22. apríl 2020.

Hægt er að senda framboð á netfangið saf@saf.is eða á kjörnefndarmenn beint, en netföng þeirra eru hér að ofan.

Samkvæmt lögum SAF ber kjörnefnd að tilkynna félagsmönnum tillögur sínar í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund, eða miðvikudaginn 29. apríl 2020. Í kjölfarið hefjast rafrænar kosningar til formanns og stjórnar SAF.


Rafrænar kosningar í aðdraganda aðalfundar

Þeir félagsmenn sem fara með atkvæði sinna fyrirtækja geta kosið í gegnum Þínar síður (www.atvinnulif.is) í vikutíma í aðdraganda aðalfundar, eða dagana 29. apríl til 5. maí. Við hvetjum þá félagsmenn sem ekki hafa virkjað aðgang sinn að Þínum síðum til að gera það sem fyrst. Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna munu liggja fyrir á næstu dögum.


Framboð í fagnefndir

Á fundum faghópa sem fram fara með rafrænum hætti dagana 27. – 29. apríl eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2020 – 2021. Fundir faghópa fara fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM. Nánari upplýsingar um fundi faghópa og útfærslu þeirra verða kynntar er nær dregur.

Eftirfarandi regla gildir: Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði í fagnefnd fyrir lok dags fimmtudaginn 23. apríl 2020.

Við hvetjum stjórnendur í ferðaþjónustu til að gefa kost á sér í fagnefndir. Þær eru mjög mikilvægar í grasrótarstarfinu.

  • Framboðum skal skila rafrænt með því að smella HÉR.


Framlagning ársreikninga

Endurskoðaðir ársreikningar Samtaka ferðaþjónustunnar munu liggja fyrir á skrifstofu samtakanna í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, viku fyrir aðalfund.

Lagabreytingar

Engar lagabreytingar frá stjórn SAF liggja fyrir fundinum.

Tillaga um félagsgjald

Fyrir aðalfundinum liggur tillaga að óbreyttum félagsgjöldum í SAF frá stjórn samtakanna.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um aðalfund og fundi faghópa SAF er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa SAF, í gegnum netfangið skapti@saf.is eða í síma 899-2200.

Tengdar fréttir

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, …

Hringborðsumræður með sérfræðingum í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum. Samtök ferðaþjónustunnar og Iðan fræðslusetur bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í …

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa óveðursský hrannast upp í alþjóðaviðskiptum í kjölfar ófyrirsjáanlegrar stefnu og aðgerða bandaríkjaforseta í alþjóðasamskiptum. Tíu prósent …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars sl. Félagsmenn í SAF fjölmenntu í Hveragerði, en dagurinn …

Í tengslum við aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar, sem fram fór í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars, var kjörið í fagnefndir SAF. Eftirtaldir einstaklingar skipa …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2025 fór fram á Hótel Örk í Hveragerði í gær, fimmtudaginn 20. mars. Í aðdraganda aðalfundar fór fram …