Framboð til stjórnar SAF á aðalfundi 2020

Rafrænn aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram miðvikudaginn 6. maí kl. 14.00.

  • Allar nánari upplýsingar um fundinn er að finna HÉR.
Frambjóðendur til stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi 2020.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

Framboðsfrestur rann út miðvikudaginn 29. apríl og skiluðu 6 aðilar inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022. Eitt framboð barst í formannsembætti SAF og er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður samtakanna, því sjálfkjörin.

Frambjóðendur til stjórnar SAF eru eftirtaldir í stafrófsröð:

Hægt er að kynna sér frambjóðendur betur með því að smella á hlekkina hér að ofan.

Í fyrsta skipti í sögu SAF fara kosningar á aðalfundi fram með rafrænum hætti. Fyrirtækið Könnuður ehf. annast kosninguna fyrir hönd SAF, en hún fer fram í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins. Félagsmenn í SAF hafa fengið upplýsingar sendar um kosningarnar sem standa til kl. 12.00 miðvikudaginn 6. maí.

Í kjörnefnd SAF sitja Þórir Garðarsson, Gray Line, formaður, Eva María Þórarinsdóttir Lange, Pink Iceland og Sævar Skaptason, Hey Iceland.

Tengdar fréttir

Ferðaþjónustudagurinn 2025 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu þann 23. október síðastliðinn. forsætis- og ferðamálaráðherra tóku þátt í fundinum og ræddu stöðu …

Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð …

Ekki hafa allir stjórnmálamenn aldur til að muna hvernig ferðaþjónustan birtist eins og upplýstur björgunarbátur út úr svartnættinu sem lá yfir öllu …

Á dögunum skrifuðu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS og Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara undir nýjan …

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …