Unnur Svavarsdóttir

Unnur Svavarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GoNorth

Ég hef starfað í ferðaþjónustu alla mína starfsævi, hjá nokkrum mismunandi fyrirtækjum frá því ég byrjaði sem sumarstarfsmaður á eldhúsbíl sumarið 1984. Eftir háskólanám í jarðfræði hef ég verið í ýmsum stjórnunarstörfum, hjá ferðaskrifstofum, bílaleigu, dagsferðarfyrirtæki og flugfélagi. 

Að loknu meistaranámi í verkefnastjórnun var komið að því að stofna eigin ferðaskrifstofu með áherslu á að þjónusta erlenda gesti sem koma til Íslands. Grunnur var lagður að GoNorth við upphaf eldgossins í Eyjafjallajökli vorið 2010 og hófst starfsemi þá um haustið. Á þeim tíu árum sem eru liðin frá því að GoNorth var stofnað höfum við vaxið upp í að vera í dag 9 stöðugildi.  

Ég hef setið í Ferðaskrifstofunefnd SAF nokkrum sinnum og stundum verið formaður þeirrar nefndar. Ég ákvað að bjóða mig fram til stjórnar SAF áður en Covid-19 réðist að okkur, mig langar að leggja mitt af mörkum til framþróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og ég ætla mér að ferðaþjónustan verði áfram minn starfsvettvangur eftir Covid-19.  

Ég vil leggja mig fram við að hlusta á raddir allra félagsmanna SAF, vinna að því að við komum heil út úr þessum hörmungum og eigum skemmtilega framtíð. Ferðaþjónustan er fólk, við þurfum öll að standa saman.


Tengdar fréttir

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, …

Hringborðsumræður með sérfræðingum í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum. Samtök ferðaþjónustunnar og Iðan fræðslusetur bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í …

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa óveðursský hrannast upp í alþjóðaviðskiptum í kjölfar ófyrirsjáanlegrar stefnu og aðgerða bandaríkjaforseta í alþjóðasamskiptum. Tíu prósent …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars sl. Félagsmenn í SAF fjölmenntu í Hveragerði, en dagurinn …

Í tengslum við aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar, sem fram fór í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars, var kjörið í fagnefndir SAF. Eftirtaldir einstaklingar skipa …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2025 fór fram á Hótel Örk í Hveragerði í gær, fimmtudaginn 20. mars. Í aðdraganda aðalfundar fór fram …