Leiðsögunám veturinn 2020-2021

Útskriftarnemar í leiðsögunámi við Símenntun Háskólans á Akureyri.

Inntökupróf í erlendu tungumáli verða 9. og 10. júní í  Háskólanum á Akureyri eða í Zoom.

Áhersla er á að mögulegt sé að stunda námið í heimabyggð. Fyrirlestrar teknir upp og tungumálaþjálfun í gegnum zoom hjá nemendum sem búa úti á landi.

Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir það að fylgja ferðamönnum um landið. Námið er víðfeðmt og fjölbreytt. Fjallað um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Kennt verður tvö til þrjú kvöld í viku og farnar 5-7 vettvangs- og æfingaferðir á hvorri önn, oftast á laugardögum. Kennsla hefst um miðjan ágúst og námslok í maí 2021.

Námið er lánshæft til framfærslu- og skólagjalda hjá LÍN. Einnig veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms.

Frekari upplýsingar á simenntunha.is og í 460 8091.

Tengdar fréttir

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, …

Hringborðsumræður með sérfræðingum í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum. Samtök ferðaþjónustunnar og Iðan fræðslusetur bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í …

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa óveðursský hrannast upp í alþjóðaviðskiptum í kjölfar ófyrirsjáanlegrar stefnu og aðgerða bandaríkjaforseta í alþjóðasamskiptum. Tíu prósent …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars sl. Félagsmenn í SAF fjölmenntu í Hveragerði, en dagurinn …

Í tengslum við aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar, sem fram fór í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars, var kjörið í fagnefndir SAF. Eftirtaldir einstaklingar skipa …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2025 fór fram á Hótel Örk í Hveragerði í gær, fimmtudaginn 20. mars. Í aðdraganda aðalfundar fór fram …