Bakpokinn: “Ég þarf bara að halda áfram.” Rannveig Grétarsdóttir – Elding

Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, er gestur í öðrum þætti Bakpokans – hlaðvarpi Samtaka ferðaþjónustunnar. Rannveig söðlaði einn daginn um úr starfi hjá Stöð 2 og keypti bátinn Eldingu og hóf hvalaskoðunarútgerð frá Sandgerði í samstarfi við föður sinn og bróður. Nú tuttugu árum síðar gerir hún út 19 báta og hvalaskoðun er orðin ein mikilvægasta afþreyingargrein íslenskrar ferðaþjónustu. Hún hefur glímt við margar áskoranir í gegnum tíðina, bæði persónulega og eins í sínum atvinnurekstri, en eins og margir í ferðaþjónustunni rær hún nú öllum árum að því að bjarga fyrirtækinu sínu í þeim ólgusjó sem íslenskt atvinnulíf – og ekki síst ferðaþjónustan – siglir þessi misserin.

[powerpress]

Rannveig Grétarsdóttir og Skapti Örn Ólafsson

Tengdar fréttir

Ferðaþjónustudagurinn 2025 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu þann 23. október síðastliðinn. forsætis- og ferðamálaráðherra tóku þátt í fundinum og ræddu stöðu …

Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð …

Ekki hafa allir stjórnmálamenn aldur til að muna hvernig ferðaþjónustan birtist eins og upplýstur björgunarbátur út úr svartnættinu sem lá yfir öllu …

Á dögunum skrifuðu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS og Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara undir nýjan …

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …