Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, er gestur í öðrum þætti Bakpokans – hlaðvarpi Samtaka ferðaþjónustunnar. Rannveig söðlaði einn daginn um úr starfi hjá Stöð 2 og keypti bátinn Eldingu og hóf hvalaskoðunarútgerð frá Sandgerði í samstarfi við föður sinn og bróður. Nú tuttugu árum síðar gerir hún út 19 báta og hvalaskoðun er orðin ein mikilvægasta afþreyingargrein íslenskrar ferðaþjónustu. Hún hefur glímt við margar áskoranir í gegnum tíðina, bæði persónulega og eins í sínum atvinnurekstri, en eins og margir í ferðaþjónustunni rær hún nú öllum árum að því að bjarga fyrirtækinu sínu í þeim ólgusjó sem íslenskt atvinnulíf – og ekki síst ferðaþjónustan – siglir þessi misserin.
[powerpress]
