
Í aðdraganda aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fer fimmtudaginn 29. apríl fara fundir faghópa fram með rafrænum hætti. Á fundunum verða kosnar fagnefndir SAF fyrir starfsárið 2021 – 2022.
Rétt er að geta þess að einungis er hægt að skila inn framboði í EINA fagnefnd og skal framboðið vera staðfest af forsvarmanni / eiganda fyrirtækis.
Framboðsfrestur rennur út TVEIMUR dögum fyrir boðaðan fagfund, en fundirnir fara fram sem hér segir:
- 14. apríl – Afþreyingafyrirtæki / Bílaleigur
- 15. apríl – Ferðaskrifstofur / Flugfélög
- 20. apríl – Hópbifreiðafyrirtæki / Gististaðir
- 27. apríl – Skipaútgerðir / Veitingastaðir