
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram með rafrænum hætti fimmtudaginn 29. apríl 2021.
- Hlekkur: Skráning á aðalfund SAF 2021.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Að þessu sinni er því kjörið um þrjú aðalsæti í stjórn SAF til næstu tveggja ára. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2021 – 2023.
Fimm framboð bárust í stjórn SAF, en þau eru í stafrófsröð:
- Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og samfélagsábyrgðar Icelandair
- Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Icelandair Hotel Reykjavík Marina
- Jakob Einar Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar
- Unnur Svavarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GoNorth
- Vesna Djuric, framkvæmdastjóri Café Roma
Rafræn kosning hefst mánudaginn 26. apríl kl. 9.00 og geta félagsmenn í SAF tekið þátt í henni í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins (www.atvinnulif.is).