Jakob Einar Jakobsson

Jakob Einar Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar.

Jakob er framkvæmdastjóri og eigandi Jómfrúarinnar, þess rótgróna veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur.

Jakob er fæddur árið 1983 og hefur verið viðloðandi veitingarekstur frá árinu 2003, aðallega á Jómfrúnni, en hann hefur líka komið að rekstri annarra staða hvort sem er í hlutverki meðeiganda, framkvæmdastjóra eða ráðgjafa. Í þessu samhengi ber hæst að nefna opnun veitingastaðar í Hörpu í Reykjavík árið 2011 þar sem hann var eigandi og framkvæmdastjóri þar til reksturinn var seldur þremur árum síðar. Jakob hefur setið í stjórn SAF síðan árið 2018.

Jakob lauk BS gráðu í rekstri og stjórnun frá Osló árið 2008 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015.
Meðfram námi í Osló (2005-2008) starfaði Jakob m.a. við fararstjórn og stjórnarsetu í nefndum á vegum Skíðasambands Íslands, hjá X event viðburðafyrirtæki, hjá Glitni banka í viðburðadeild og við lýsingar skíðamóta og skrif hjá RÚV sjónvarp.

https://youtube.com/watch?v=IsCABe1oGho

Tengdar fréttir

Í aðdraganda aðalfundar SAF 2025, sem fram fer fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði, hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur …

Það heyr­ist oft og tíðum frá stjórn­mála­mönn­um og fleir­um sem ekki þekkja bet­ur til stærstu út­flutn­ings­grein­ar þjóðar­inn­ar að ferðaþjón­ust­an hafi í raun …

Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF fimmtudaginn 20. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2025-2026. Fagnefndirnar eru mikilvægur liður í …

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2025 fer fram fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði. Fagnefndarfundir fara fram sama dag. Dagskrá fundanna og …

Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 var kynnt á fundi á Hótel Reykjavík Grand í morgun. Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand miðvikudaginn 12. febrúar kl. 9.00. HÉR MÁ FYLGJAST MEÐ …