Unnur Svavarsdóttir

Unnur Svavarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GoNorth.

Unnur Svavarsdóttir heiti ég og bíð mig fram til stjórnar SAF árið 2021.

Ég er einn af þremur eigendum GoNorth og rek þá ferðaskrifstofu. Ég hef starfað í ferðaþjónustu frá árinu 1984 þegar ég var við sumarstörf í tjaldferðum, var síðan leiðsögumaður á háskóla árunum (lærði jarðfræði) og fór að starfa hjá því sem hét þá Úrval Útsýn árið 1993, það er í dag Iceland Travel. Þar var ég í innanlandsdeild samfelt í um 10 ár, í ýmsum deildum og lengst af millistjórnandi. Frá 2003 til 2010 var ég á nokkrum vinnustöðum, alltaf í ferðaþjónustu; var hjá Kynnisferðum, Ferðaskrifstofu Akureyrar, Hertz og Air Atlanta, ég hef því kynnst ýmiskonar starfsemi.

Haustið 2010 stofnuðum við síðan GoNorth, ég og tveir Hollendingar (eigendur Askja Reizen) erum jafnir hluthafar og því fyrirtæki hef ég stýrt síðan þá.

Til viðbótar við jarðfræðinám, hef ég lokið MPM Meistararnámi í Verkefnastjórnun og í mesta Covid doðanum í janúar 2021 tók ég 10 vikna nám Viðurkenndir stjórnarmenn, það var mjög hressandi og jákvætt að sitja nám með stjórnendum úr ýmsum geirum atvinnulífsins.

Ég hef starfað í ferðaskrifstofunefnd SAF í nokkrum lotum, en ekki núna allra síðustu ár. Ferðaþjónusta er orðinn minn ævistarfs vetvangur og mig langar að leggja fram reynslu mína og menntu til að starfa innan stjórnar SAF að hagsmunum okkar allra.

Það hefur aldrei verið mikilvægara að við stöndum saman og höfum áhrif á hvernig ferðaþjónustan tekur við sér á ný. Við erum í skemmtilegustu starfsgreininni; vinnum í alþjóðlegu umhverfi og sjáum til þess að draumar rætist.

Ég hlakka til að vinna með ykkur öllum,

Unnur Svavars.

Tengdar fréttir

Í aðdraganda aðalfundar SAF 2025, sem fram fer fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði, hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur …

Það heyr­ist oft og tíðum frá stjórn­mála­mönn­um og fleir­um sem ekki þekkja bet­ur til stærstu út­flutn­ings­grein­ar þjóðar­inn­ar að ferðaþjón­ust­an hafi í raun …

Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF fimmtudaginn 20. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2025-2026. Fagnefndirnar eru mikilvægur liður í …

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2025 fer fram fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði. Fagnefndarfundir fara fram sama dag. Dagskrá fundanna og …

Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 var kynnt á fundi á Hótel Reykjavík Grand í morgun. Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand miðvikudaginn 12. febrúar kl. 9.00. HÉR MÁ FYLGJAST MEÐ …