Vesna Djuric, framkvæmdastjóri Café Roma.
Kæru félagsmenn,
Ég undirrituð býð mig fram í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hef verið í bransanum í kringum 2 ár og rek tvö fyrirtæki. Annað fyrirtækið tengist ekki ferðaþjónustunni en A.F.L.I. veitingar, sem rekur Café Roma í Kringlunni, er aðili að SAF.
Ég er útskrifaður rafmagnsverkfræðingur og var í meistaranámi við HÍ við rafmagns -og tölvuverkfræðideild. Hef klárað námskeiði fyrir verkefnastjórnun og er löggildur hönnuður. Hef kynnt mér í gegnum árin mín á Íslandi íslensk lög og reglugerðir sem tengjast ekki bara ferðaþjónustunni og veitingageiranum heldur líka skipulags- og byggingamálum.
Hef verið að reyna að fá áheyrn hjá ríkisstjórninni varðanði ástandið í okkar greinum (ferðaþjónusta og veitingageiri) en spurningum mínum er enn ósvarað.
Ég er ákveðin og frekar harðgerð manneskja og hef lagt mikið á mig síðastu 20 árin á Íslandi.
Ég væri gott val fyrir SAF vegna þess að ég horfi kannski öðruvísi á allt sem er að gerast í hringum okkur. Ég hef engin sérstök pólitísk tengsl, en er tilbúin að leggja mig fram í stjórn SAF og gera kannski góða hluti fyrir okkur öll.
Ég er samviskusöm, skipulögð, sjálfstæð í vinnubrögðum og á auðvelt með að umgangast fólk.
Virðingarfyllst,
Vesna Djuric