Dagarnir 16.-18. janúar 2024 verða helgaðir ferðaþjónustu í samstarfi Markaðsstofa landshlutanna, Íslenska ferðaklasans, Ferðamálastofu, Íslandsstofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Dagana 16.-18. janúar verður lögð áhersla á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar.
Dagskrá Ferðaþjónustuvikunnar:
16. janúar:
- Kl. 8:30-10: Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar – Staðsetning: KPMG Borgartúni 27
- Kl. 13-16: MICELAND – Staðsetning: Gróska, Bjargargata 1, stóri salur
17. janúar
- Kl. 9:30-12: Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu með áherslu á
- sjálfbærni áfangastaðarins – Húsið opnar 9:30 með kaffiveitingum, dagskrá hefst kl. 10:00 – Staðsetning: Gróska, Bjargargata 1, stóri salur
- Kl. 12:30-14:50: Ferðatæknimót – Staðsetning: Gróska, Bjargargata 1, Sykursalur
- Kl. 15-17: Straumhvörf, hraðall – Staðsetning: Gróska, Bjargargata 1, Fenjamýri
18. janúar
- Kl. 12-17: Mannamót – Staðsetning: Kórinn Kópavogi
Nánari upplýsingar um alla viðburði er að finna á vef Ferðaþjónustuvikunnar.
Við hlökkum til að sjá ykkur!