Dagskrá aðalfundar SAF 2024

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2024 fer fram fimmtudaginn 21. mars á Hilton Reykjavík Nordica.

Fagfundir hefjast kl. 10.00 og fara fram í fundarsölum á 2. hæð á Hilton Reykjavík Nordica. Aðalfundur SAF fer síðan fram kl. 14.00 í aðalsal hótelsins á 1. hæð.

Í hádeginu verður boðið upp á léttan hádegisverð og fyrir aðalfundinn kl. 13.00 verða umræður um ástand og horfur í ferðaþjónustu undir forystu Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns SAF. Að afloknum aðalfundi bjóða SAF síðan til móttöku þar sem léttar veitingar, tónlist og góð stemning verða á boðstólum.

Hér að neðan má finna dagskrá aðalfundar og fagfunda.

Önnur aðalfundargögn og upplýsingar um beina útsendingu frá fundinum verða send til félagsmanna á morgun, miðvikudaginn 20. mars.

Kosningar til stjórnar SAF á aðalfundi 2024 eru rafrænar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja hafa fengið upplýsingar um aðgang að atkvæðagreiðslunni sendar í tölvupósti. Atkvæðagreiðslan í fullum gangi og lýkur að lokinni kynningu frambjóðenda á aðalfundinum á Hilton Reykjavík Nordica.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SAF 2024

Aðalfundur og fagfundir fara fram á Hilton Reykjavik Nordica. Kosningar í fagnefndir SAF fara fram á fagfundum.

09.30 // Húsið opnar – Afhending barmmerkja á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 // Fagfundir – Dagskrá og staðsetning

  • Útgerðir farþegaskipa fara í heimsókn í Viking-Life, Íshellu 7 í Hafnarfirði, kl. 9.30.

Afþreyingarfyrirtæki – Salur I á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Hvernig getur ferðaþjónusta betur nýtt sér sjálfvirkni

  • Eyþór Logi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Evolv
  • Rebekka Rán Figueras Eriksdóttir, sérfræðingur hjá Evolv

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í afþreyinganefnd

Bílaleigur – Salur E á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Hvað þarf til að bæta umferðaröryggi og samgöngur á bílaleigubílum?

  • Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í bílaleigunefnd

Ferðaskrifstofur – Salur H á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Hvernig getur gervigreind orðið ferðaskrifstofum að gagni?

  • Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Data Lab

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í ferðaskrifstofunefnd

Flugfélög – Salur C á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.30 Alda – Áhrif framkvæmda á flugumferð / Áhrif trjágróðurs í Öskjuhlíð á flugumferð

  • Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu
  • Höskuldur Tryggvason, verkefnastjóri hjá Borgarlínu
  • Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar
  • Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks

11.30 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í flugnefnd

Gististaðir – Salur G á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Hvernig geta gististaðir betur greint lykiltölur og nýtt gögn úr PMS kerfum??

  • Stefnir Agnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu GoDo

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í gististaðanefnd

Hópbifreiðafyrirtæki – Salur F á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Framkvæmd eftirlits með innlendum og erlendum bifreiðum með ferðamenn

  • Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning i hópbifreiðanefnd

Veitingastaðir – Salur D á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í veitinganefnd
11.00 Kynning á nýgerðum kjarasamningum SA við Matvís og SGS/Eflingu fyrir veitingastaði og afþreyingu

  • Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður SA

Útgerðir farþegaskipa – Salur K á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica // Heimsókn í Viking-Life, Íshellu 7 í Hafnarfirði

09.30 Kynning á björgunarbátum, regluverki og skoðunartíðni þeirra – Heimsókn í Viking-Life, Ísellu 7 Hafnarfirði

  • Hafþór Örn Kristinsson, Viking-Life
  • Einar Gylfi Haraldsson, Viking-Life

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í siglinganefnd – Salur K á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

12.00 // Hádegisverður – Forrými á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica

SAF bjóða þátttakendum á fagfundum og aðalfundi í léttan hádegisverð.

13.00 // Umræður um ástand og horfur í ferðaþjónustu – Aðalsalur á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, stýrir umræðum um ástand og horfur í ferðaþjónustu með áherslu á rekstrarumhverfi greinarinnar.

Þátttakendur í umræðum:

  • Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
  • Jón Bjarki Bentsson, aðalhagræðingur Íslandsbanka
  • Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

14.00 // Aðalfundur (dagskrá skv. lögum SAF) – Aðalsalur á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  3. Ársreikningur liðins starfsárs
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun um árgjald
  6. Kosningar:
    a. kosning meðstjórnenda *
    b. kosning löggilts endurskoðanda
  7. Önnur mál
  • Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

16.00 // Móttaka – Forrými á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica

Að afloknum aðalfundi bjóða SAF félagsmönnum til móttöku þar sem léttar veitingar, tónlist og góð stemning verða á boðstólum.

Tengdar fréttir

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, …

Hringborðsumræður með sérfræðingum í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum. Samtök ferðaþjónustunnar og Iðan fræðslusetur bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í …

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa óveðursský hrannast upp í alþjóðaviðskiptum í kjölfar ófyrirsjáanlegrar stefnu og aðgerða bandaríkjaforseta í alþjóðasamskiptum. Tíu prósent …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars sl. Félagsmenn í SAF fjölmenntu í Hveragerði, en dagurinn …

Í tengslum við aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar, sem fram fór í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars, var kjörið í fagnefndir SAF. Eftirtaldir einstaklingar skipa …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2025 fór fram á Hótel Örk í Hveragerði í gær, fimmtudaginn 20. mars. Í aðdraganda aðalfundar fór fram …