Pétur Óskarsson nýr formaður SAF

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2024 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í gær, fimmtudaginn 21. mars. Að morgni aðalfundardags fóru fram fundir í faghópum SAF þar sem málefni undirgreina ferðaþjónustunnar voru rædd.

Í aðdraganda aðalfundar fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um 3 meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára ásamt því að kjörinn var formaður.

Á fundinum var Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf., kjörinn formaður SAF til næstu tveggja ára. Tekur Pétur við formennskunni af Bjarnheiði Hallsdóttur, framkvæmdastjóra Kötlu-DM, sem verið hefur formaður SAF frá árinu 2018. Á fundinum voru Bjarnheiði færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf á vettvangi SAF og íslenskrar ferðaþjónustu undanfarin sex ár með standandi lófataki.

Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandshótelum og Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia hlutu kjör í stjórn SAF til næstu tveggja ára.

Stjórn SAF 2024: Rannveig Grétarsdóttir, eigandi Eldingar og Akureyri Whale Watching, Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia, Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandshótelum, Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf. og formaður, Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá Play, Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Icelandair og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show.

Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard og Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð hlutu færri atkvæði og eru því varamenn í stjórn SAF starfsárið 2024 – 2025.

Ásamt þeim sitja í stjórninni þau Rannveig Grétarsdóttir, eigandi Eldingar og Akureyri Whale Watching, Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Icelandair og Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá Play.

Fráfarandi formanni færðar þakkir. Á fundinum voru Bjarnheiði Hallsdóttur fráfarandi formanni SAF færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf á vettvangi samtakanna undanfarin sex ár. Með Bjarnheiði á myndinni eru þeir Pétur Óskarsson, formaður SAF og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri.

Tengdar fréttir

Í aðdraganda aðalfundar SAF 2025, sem fram fer fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði, hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur …

Það heyr­ist oft og tíðum frá stjórn­mála­mönn­um og fleir­um sem ekki þekkja bet­ur til stærstu út­flutn­ings­grein­ar þjóðar­inn­ar að ferðaþjón­ust­an hafi í raun …

Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF fimmtudaginn 20. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2025-2026. Fagnefndirnar eru mikilvægur liður í …

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2025 fer fram fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði. Fagnefndarfundir fara fram sama dag. Dagskrá fundanna og …

Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 var kynnt á fundi á Hótel Reykjavík Grand í morgun. Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand miðvikudaginn 12. febrúar kl. 9.00. HÉR MÁ FYLGJAST MEÐ …