Menntamorgunn ferðaþjónustunnar – Ráðningar og Z kynslóðin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 10. apríl. Fundurinn verður í streymi og hefst kl. 9.00.

Á fundinum verður áhersla á undirbúning ferðaþjónustuaðila fyrir vertíðina – hvað stjórnendum ber að hafa í huga varðandi vinnumarkaðsmál og ráðningu sumarstarfsfólks, hvernig sé hægt að halda árangursrík starfsviðtöl ásamt hugvekju um breyttar væntingar Z kynslóðar til vinnustaðarins og stjórnenda.

Dagskráin er fjölbreytt og fræðandi:

Hvernig finnum við rétta aðilann í teymið? Góð ráð fyrir árangursrík atvinnuviðtöl
Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi

Hvað ber að hafa í huga þegar sumarstarfsfólk er ráðið í vinnu?
Íris Mist Arnardóttir, lögfræðingur hjá SA

Ný kynslóð og aðrar væntingar
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Símanum og stjórnarmaður í Bláa Lóninu

Fræðsla og menning í fjölbreyttu starfsumhverfi
Eir Arnbjarnardóttir, mannauðsstjóri hjá Center Hotels

Fundarstjóri verður Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna.

Tengdar fréttir

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, …

Hringborðsumræður með sérfræðingum í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum. Samtök ferðaþjónustunnar og Iðan fræðslusetur bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í …

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa óveðursský hrannast upp í alþjóðaviðskiptum í kjölfar ófyrirsjáanlegrar stefnu og aðgerða bandaríkjaforseta í alþjóðasamskiptum. Tíu prósent …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars sl. Félagsmenn í SAF fjölmenntu í Hveragerði, en dagurinn …

Í tengslum við aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar, sem fram fór í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars, var kjörið í fagnefndir SAF. Eftirtaldir einstaklingar skipa …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2025 fór fram á Hótel Örk í Hveragerði í gær, fimmtudaginn 20. mars. Í aðdraganda aðalfundar fór fram …