Vöndum til verka í Grindavík

Miðvikudaginn 16. október sl. tilkynnti formaður Grindavíkurnefndar breytt fyrirkomulag á aðgangi að Grindavík. Frá og með kl. 06.00 mánudaginn 21. október verður aðgangur að bænum opinn öllum. Augljóst er að áhugi ferðamanna vegna jarðskjálfta og eldgosa á svæðinu kann að vera töluverður og því líklegt að ferðaþjónustuaðilar fari að bjóða upp á ferðir á svæðið.

Þegar kemur að ferðþjónustu á hamfarasvæðum er nauðsynlegt að sýna ábyrgð og flana ekki að neinu. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hvetja ferðaþjónustuaðila sem hafa hug á að bjóða upp á ferðir til Grindavíkur að vinna ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu, hvort sem er í gegnum markaðs- og kynningarefni eða þegar kemur að framkvæmd ferðanna. Þá vilja SAF brýna fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta varkárni og tryggja öryggi sinna gesta og starfsfólks í hvívetna.

Ferðaþjónusta getur verið öflugur aðili þegar kemur að endurreisn Grindavíkur og því er mikilvægt að vanda til verka.

Pétur Óskarsson
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Tengdar fréttir

Í aðdraganda aðalfundar SAF 2025, sem fram fer fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði, hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur …

Það heyr­ist oft og tíðum frá stjórn­mála­mönn­um og fleir­um sem ekki þekkja bet­ur til stærstu út­flutn­ings­grein­ar þjóðar­inn­ar að ferðaþjón­ust­an hafi í raun …

Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF fimmtudaginn 20. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2025-2026. Fagnefndirnar eru mikilvægur liður í …

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2025 fer fram fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði. Fagnefndarfundir fara fram sama dag. Dagskrá fundanna og …

Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 var kynnt á fundi á Hótel Reykjavík Grand í morgun. Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand miðvikudaginn 12. febrúar kl. 9.00. HÉR MÁ FYLGJAST MEÐ …