Er ferðaþjónusta aðalorsök hækkunar húsnæðisverðs?
Af stjórnmálaumræðunni mætti ráða að ferðaþjónusta sé sérstök orsök hækkunar húsnæðisverðs síðustu ár umfram aðra áhrifaþætti. Það er hins vegar ekki rétt.
Opinber gögn, m.a. um fjölgun erlends starfsfólks, gistinætur í skammtímaleigu, fjölda ferðamanna og þróun vaxtastigs og húsnæðisverðs, sýna að
- Fjölgun erlends starfsfólks í ferðaþjónustu var aðeins 10% af heildar fólksfjölguninni 2017-2023
- Jafn margir ferðamenn komu til landsins árið 2023 og 2017
- Hótelherbergjum og gistinóttum á hótelum hefur fjölgað og óskráðum gistinóttum í skammtímaleigu hefur fækkað
- Sami fjöldi ferðamanna gistir frekar á hótelum en í óskráðri skammtímaleigu
- 2% af árlegri hækkun fasteignaverðs fyrir faraldur var rakinn til aukningar skammtímaleigu
- Mesta hækkun húsnæðisverðs síðastliðin 4 ár kemur fram samhliða vaxtalækkunum í faraldrinum
Opinber gögn sýna því að vöxtur ferðaþjónustu er ekki sérstök orsök hækkunar húsnæðisverðs umfram aðra áhrifaþætti, s.s. hraða almenna íbúafjölgun, ládeyðu í byggingarframkvæmdum eftir bankahrun, aukinn byggingarkostnað vegna aukinna krafna, hátt lóðaverð og skort á byggingarhæfum lóðum, sveiflur í vaxtastigi og umsvif ríkisins á leigumarkaði.
Að “koma böndum á” ferðaþjónustu mun því ekki leiða til áhrifamikillar lækkunar á húsnæðisverði. Að halda slíku fram er bæði rangt og óábyrgt. Mun fleiri og flóknari áhrifaþættir liggja til grundvallar úrlausnarefninu.
Hér að neðan eru fimm staðreyndir um ferðaþjónustu og húsnæðisverð. Hægt er að deila myndinni á samfélagsmiðlum með því að nota rauða “Deila” takkann neðst á myndinni. Einnig má opna hana í vafra hér: https://infogram.com/stadreyndir-um-ferdathjonustu-og-fjolgun-erlends-starfsfolks-1hnq41o38r3wp23?live
Hægt er að nálgast allar myndirnar á facebook síðu SAF