Staðreyndir um ferðaþjónustu og lífskjör

Kosningar 2024 Lífskjör Erlent starfsfólk Húsnæðisverð Verðbólga Virðisaukaskattur ítarefni


Ferðaþjónusta er mikilvæg undirstaða lífskjara fólks

Af stjórnmálaumræðunni mætti ráða að ferðaþjónusta sé sérstök orsök margvíslegs vanda í samfélaginu og að það væri jákvætt fyrir almenning í landinu að minnka verðmætasköpun ferðaþjónustu, jafnvel með beinum aðgerðum. 

Það er hins vegar ekki rétt.

Opinber gögn um framlag ferðaþjónustu til efnahagslífs og lífskjara á Íslandi sýna ótvírætt að

  • Ferðaþjónusta býr til einn þriðja af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
  • Ferðaþjónusta skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga
  • Ferðaþjónusta hefur umbylt efnahag Íslands með gjörbreyttri stöðu viðskipta við útlönd
  • Ferðaþjónusta hefur stutt við gengi krónu og þar með aukinn kaupmátt og betri lífskjör
  • Ferðaþjónusta skapaði helming allra nýrra starfa á landsbyggðinni í heilan áratug fyrir faraldur, þriðjung allra nýrra starfa á landinu í heild.

Opinber gögn sýna því að tilkoma ferðaþjónustu sem grunn útflutningsgreinar hefur gjörbylt íslensku efnahagslífi, stutt við gengi krónu með stöðugra innflæði gjaldeyristekna og stutt myndarlega við bætt lífskjör almennings í landinu. 

“koma böndum á” ferðaþjónustu með stjórnvaldsaðgerðum sem takmarka verðmætasköpun greinarinnar væri því óábyrgt gagnvart efnahag landsins og myndi með tímanum leiða til lakari lífskjara fólks. 

Hér að neðan eru fimm staðreyndir um ferðaþjónustu, efnahag og lífskjör. Hægt er að deila myndinni á samfélagsmiðlum með því að nota rauða “Deila” takkann neðst á myndinni. Einnig má opna hana í vafra hér: https://infogram.com/stadreyndir-um-ferdathjonustu-og-fjolgun-erlends-starfsfolks-1hnq41o38r3wp23?live

Hægt er að nálgast allar myndirnar á facebook síðu SAF

Tengdar fréttir

Í aðdraganda aðalfundar SAF 2025, sem fram fer fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði, hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur …

Það heyr­ist oft og tíðum frá stjórn­mála­mönn­um og fleir­um sem ekki þekkja bet­ur til stærstu út­flutn­ings­grein­ar þjóðar­inn­ar að ferðaþjón­ust­an hafi í raun …

Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF fimmtudaginn 20. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2025-2026. Fagnefndirnar eru mikilvægur liður í …

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2025 fer fram fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði. Fagnefndarfundir fara fram sama dag. Dagskrá fundanna og …

Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 var kynnt á fundi á Hótel Reykjavík Grand í morgun. Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand miðvikudaginn 12. febrúar kl. 9.00. HÉR MÁ FYLGJAST MEÐ …