Staðreyndir um ferðaþjónustu og verðbólgu

Kosningar 2024 Lífskjör Erlent starfsfólk Húsnæðisverð Verðbólga Virðisaukaskattur Ítarefni


Er ferðaþjónusta aðalorsök verðbólgu?

Af stjórnmálaumræðunni mætti ráða að ferðaþjónusta sé sérstök orsök verðbólgu í hagkerfinu umfram aðra áhrifaþætti. 

Það er hins vegar ekki rétt.

Opinber gögn um verðbólguþróun og grunnstærðir ferðaþjónustu, annars vegar árið 2017 þegar verðbólga var 1,8% og árið 2023 þegar verðbólga var 8,8%, sýna að

  • Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu var sá sami 2023 og árið 2017.
  • Fjöldi ferðamanna var sá sami árið 2023 og 2017
  • Það voru færri gistinætur í óskráðri skammtímaleigu og fleiri á hótelum árið 2023 en 2017
  • Það voru fleiri herbergi á gististöðum árið 2023 en 2017 og ferðaþjónusta því betur í stakk búin til að taka á móti sama fjölda ferðamanna
  • Þjóðhagslíkan með ferðaþjónustugeira sýnir að 5% samdráttur í ferðaþjónustu 2023 hefði nær engin áhrif haft á verðbólgu (-0,04%)

Þrátt fyrir að þessar grunnstærðir í ferðaþjónustu hafi verið svipaðar eða minni var verðbólga mun meiri árið 2023 en árið 2017. Opinber gögn sýna því að vöxtur verðaþjónustu er ekki sérstök orsök verðbólguþrýstings umfram aðra áhrifaþætti. 

“koma böndum á” ferðaþjónustu mun því ekki leiða til áhrifamikillar lækkunar verðbólgu. Að halda slíku fram er bæði rangt og óábyrgt. Mun fleiri og flóknari áhrifaþættir liggja til grundvallar úrlausnarefninu.

Hér að neðan eru fimm staðreyndir um ferðaþjónustu og verðbólgu. Hægt er að deila myndinni á samfélagsmiðlum með því að nota rauða “Deila” takkann neðst á myndinni. Einnig má opna hana í vafra hér: https://infogram.com/stadreyndir-um-ferdathjonustu-og-fjolgun-erlends-starfsfolks-1hnq41o38r3wp23?live

Hægt er að nálgast allar myndirnar á facebook síðu SAF

Tengdar fréttir

Í aðdraganda aðalfundar SAF 2025, sem fram fer fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði, hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur …

Það heyr­ist oft og tíðum frá stjórn­mála­mönn­um og fleir­um sem ekki þekkja bet­ur til stærstu út­flutn­ings­grein­ar þjóðar­inn­ar að ferðaþjón­ust­an hafi í raun …

Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF fimmtudaginn 20. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2025-2026. Fagnefndirnar eru mikilvægur liður í …

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2025 fer fram fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði. Fagnefndarfundir fara fram sama dag. Dagskrá fundanna og …

Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 var kynnt á fundi á Hótel Reykjavík Grand í morgun. Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand miðvikudaginn 12. febrúar kl. 9.00. HÉR MÁ FYLGJAST MEÐ …