Skattspor ferðaþjónustunnar – bein útsending!

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand miðvikudaginn 12. febrúar kl. 9.00.


HÉR MÁ FYLGJAST MEÐ FUNDINUM Í BEINNI ÚTSENDINGU:


Flutt verða ávörp ásamt því að skýrsla sem Reykjavík Economics hefur unnið fyrir Samtök ferðaþjónustunnar verður kynnt. Þá fara fram umræður um skattspor ferðaþjónustunnar og hvert raunverulegt framlag greinarinnar er til samfélagsins.

Dagskrá fundarins:

Ávarp framkvæmdastjóra SA
Sigríður Margrét Oddsdóttir

Kynning á skattspori ferðaþjónustunnar 2023
Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics

Pallborðsumræður
Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra
Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka
Ragnhildur Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Lava Show

Pétur Óskarsson, formaður SAF, flytur upphafsorð ásamt því að stýra fundinum. óhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF leiðir pallborðsumræður.

Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins standa að fundinum.

Tengdar fréttir

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, …

Hringborðsumræður með sérfræðingum í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum. Samtök ferðaþjónustunnar og Iðan fræðslusetur bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í …

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa óveðursský hrannast upp í alþjóðaviðskiptum í kjölfar ófyrirsjáanlegrar stefnu og aðgerða bandaríkjaforseta í alþjóðasamskiptum. Tíu prósent …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars sl. Félagsmenn í SAF fjölmenntu í Hveragerði, en dagurinn …

Í tengslum við aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar, sem fram fór í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars, var kjörið í fagnefndir SAF. Eftirtaldir einstaklingar skipa …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2025 fór fram á Hótel Örk í Hveragerði í gær, fimmtudaginn 20. mars. Í aðdraganda aðalfundar fór fram …