Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2025 fer fram fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði.
Fagnefndarfundir fara fram sama dag.
Dagskrá fundanna og nánari upplýsingar verða kynnt er nær dregur, en skráning á fundinn er hafin.
- Hlekkur: Skráðu þig á aðalfund SAF!
Þá auglýsir kjörnefnd eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2025 – 2027.
Bókaðu gistingu í Hveragerði
Félagsmönnum SAF bjóðast sérkjör af gistingu í tengslum við aðalfund samtakanna, bæði hjá Hótel Örk og Gróðurhúsinu. Bókanir á gistingu fara fram á vefsíðum þeirra en félagsmenn geta nýtt eftirfarandi kóða:
- Hótel Örk: SAF25
- Gróðurhúsið: saf
Félagsmenn í SAF eru hvattir til að taka daginn frá og fjölmenna á aðalfundinn fimmtudaginn 20. mars nk.