Datt ferðaþjónustan af himnum ofan?

Það heyr­ist oft og tíðum frá stjórn­mála­mönn­um og fleir­um sem ekki þekkja bet­ur til stærstu út­flutn­ings­grein­ar þjóðar­inn­ar að ferðaþjón­ust­an hafi í raun orðið til „óvart“ og án nokk­urr­ar stefnu­mót­un­ar.

Slík um­mæli eru aft­ur á móti alls ekki ný af nál­inni og því mik­il­vægt – nú líkt og áður – að rifja upp sam­eig­in­lega sögu grein­ar­inn­ar og stjórn­valda. Í inn­gangi fyrstu op­in­beru stefnu­mót­un­ar­inn­ar um ferðaþjón­ustu sem var gef­in út haustið 1996 seg­ir að „á und­an­förn­um árum hef­ur verið mik­il umræða um nauðsyn þess að stjórn­völd marki sér stefnu í ferðaþjón­ustu.“

Kjarn­inn í þeirri stefnu er tek­in sam­an í eina setn­ingu: „Ferðaþjón­ust­an, sem ein af und­ir­stöðuat­vinnu­grein­um þjóðar­inn­ar, verði þróuð til frek­ari arðsemi og at­vinnu­sköp­un­ar.“ Þar er líka fjallað um sjálf­bæra þróun, mennt­un, gæðamál, sam­göngu­mál, innviðamál og fleiri kjarna­mál öfl­ugr­ar ferðaþjón­ustu. Þar var lagður grunn­ur að þeirri þróun sem síðar varð.

Um­mæli á borð við að stjórn­völd hafi látið reka á reiðanum og einn dag­inn hafi ferðaþjón­ust­an allt í einu verið orðin risa­stór með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrif­um stand­ast því auðvitað enga skoðun.

Efna­hags­lífið sterk­ara með ferðaþjón­ustu

Árið 1996 má segja að efna­hag­ur lands­ins hafi í raun staðið á tveim­ur stoðum, stóriðju og sjáv­ar­út­vegi. Alla þá sem skildu gang­verk efna­hags­lífs­ins dreymdi um fleiri stoðir til að styrkja efna­hag­inn, breikka hann og dreifa áhættu við öfl­un gjald­eyristekna. Á þeim tæpu 30 árum sem síðan eru liðin hef­ur ís­lensk ferðaþjón­usta tekið stakka­skipt­um.

Hægt er að nefna ótelj­andi sam­eig­in­leg verk­efni stjórn­valda og ferðaþjón­ust­unn­ar sjálfr­ar sem hafa skipt sköp­um í gegn­um árin. Sam­eig­in­leg­ar kaup­stefn­ur, vinnu­stof­ur og önn­ur markaðsverk­efni eins og Inspired by Ice­land. Stjórn­völd hafa jafn­framt komið á fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða og landsáætl­un um upp­bygg­ingu innviða til þess að tryggja ör­yggi og nátt­úru­vernd á ferðamanna­stöðum.

Þá gleym­ist oft í umræðunni að stjórn­völd hafa – því miður – ekki þreyst við að setja á nýj­ar álög­ur á eða hræra í skatta- og gjaldaum­hverfi ferðaþjón­ust­unn­ar, þegar staðreynd­in er sú að ferðaþjón­usta skil­ar um þriðju hverri krónu af sköpuðum gjald­eyris­tekj­um til rík­is og sveit­ar­fé­laga á hverju ári í formi skatta og gjalda.

Styrk­ur ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu eins og við þekkj­um hana í dag er fyrst og fremst afrakst­ur mark­vissr­ar stefnu­mót­un­ar og skipu­lagðrar upp­bygg­ing­ar ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja, sem hef­ur staðið yfir í ára­tugi. Elja, fram­sýni og hug­rekki ein­stak­linga sem hafa fjár­fest í ferðaþjón­ustu og lagt allt sitt und­ir í fyr­ir­tækja­rekstri hring­inn í kring­um landið hef­ur gert það að verk­um að nú er um að ræða stærstu út­flutn­ings­grein þjóðar­inn­ar.

At­vinnu­grein sem skapaði 621 millj­arðs króna gjald­eyris­tekj­ur árið 2024, eða um 32% af út­flutn­ings­verðmæt­um lands­ins. Sú verðmæta­sköp­un datt svo sann­ar­lega ekki af himn­um ofan.

Hvar vær­um við án ferðaþjón­ust­unn­ar?

Það væri held­ur til bóta ef þeir sem ekki þekkja bet­ur til ferðaþjón­ust­unn­ar myndu kynna sér hana og byggja umræðu sína á staðreynd­um. Ferðaþjón­ust­an hef­ur gert það að verk­um að það er nú mun skemmti­legra að búa á Íslandi en áður.

Hún hef­ur skapað auk­inn fjöl­breyti­leika við öfl­un gjald­eyristekna lands­ins, gjör­breytt stöðu Íslands í viðskipt­um við út­lönd og stuðlað að styrk­ari óskuld­sett­um gjald­eyr­is­vara­forða fyr­ir þjóðarbúið. Nær væri að spyrja, hvar vær­um við í dag án ferðaþjón­ust­unn­ar?

Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Greinin birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 12. mars 2025

Tengdar fréttir

Í aðdraganda aðalfundar SAF 2025, sem fram fer fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði, hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur …

Það heyr­ist oft og tíðum frá stjórn­mála­mönn­um og fleir­um sem ekki þekkja bet­ur til stærstu út­flutn­ings­grein­ar þjóðar­inn­ar að ferðaþjón­ust­an hafi í raun …

Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF fimmtudaginn 20. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2025-2026. Fagnefndirnar eru mikilvægur liður í …

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2025 fer fram fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði. Fagnefndarfundir fara fram sama dag. Dagskrá fundanna og …

Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 var kynnt á fundi á Hótel Reykjavík Grand í morgun. Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand miðvikudaginn 12. febrúar kl. 9.00. HÉR MÁ FYLGJAST MEÐ …